Knowledgebase
Markaðssetning á netinu - Íshús Media > Aðstoð - Íshús Media ehf. > Knowledgebase

Hvernig set ég upp nýtt tölvupóstfang fyrir lénið mitt?

Solution

Til að setja upp nýtt tölvupóstfang fyrir lénið þitt, þarft þú að skrá þig inn á vefhýsingarreikninginn þinn í gegnum stjórnborðið með því að slá inn skráningarupplýsingar þínar. Skráðu þig inn á vefhýsingarreikninginn þinn með því að smella hér. (Nýr gluggi mun opnast)

Eftir að þú hefur skráð þig inn, smelltu á E-MAIL CONTROL í valmyndinni efst á síðunni og þá kemst þú á svæðið þar sem þú stjórnar tölvupóstföngum. Hér finnurðu lista yfir lénin sem þú hefur sett upp á vefhýsingunni.

Með því að smella á Mailboxes undir options við hliðina á léninu sem þú ætlar að setja upp tölvupóstfang fyrir, færðu lista yfir öll tölvupóstföng sem sett hafa verið upp fyrir tiltekið lén. Takið eftir að ef ekki hafa nein tölvupóstföng verið sett upp áður, mun enginn listi vera til staðar.

Smelltu á hnappinn ADD MAILBOX sem þú sérð fyrir neðan listann.

Í reitinn Mailbox address fyllir þú inn nafn nýja tölvupóstfangsins þíns (t.d. "gummi"). Bætið EKKI við neinu "@" eða léni, því þetta bætist sjálfkrafa við. Næst þarft þú að velja lykilorð fyrir tölvupóstfangið sem þú ert að búa til, með því að fylla inn í reitinn sem merktur er Mailbox password. Lykilorðið þarf að vera a.m.k. 8 stafa, en ekki lengra en 32 stafir, og þarf að innihalda a.m.k. eitt númer. Þér er frjálst að velja um hvort þú setjir upp sjálfvirka svörun (auto-responder) fyrir tölvupóstfangið þitt og getur þá fyllt inn upplýsingarnar þar að lútandi. Þegar þú hefur klárað þetta, smelltu á NEXT STEP neðst á síðunni.

Núna þarft þú að velja notandanafn fyrir tölvupóstfangið þitt. Kerfið velur sjálfvirkt notandanafn fyrir tölvupóstfangið, svo þú þarft í raun ekki að velja það sjálf(ur). En ef þú ákveður samt sem áður að velja notandanafnið sjálf(ur), þarf nýja notandanafnið:

  • Að vera í mesta lagi 30 stafir að lengd
  • Að vera a.m.k. 10 stafir að lengd
  • að innihalda a.m.k eitt svona strik '-'
  • Þarf að byrja á bókstaf (A-Z)

Smelltu á NEXT STEP og þú ert búin(n)! Vinsamlegast gefðu kerfinu 30 mínútur til að klára ferlið áður en þú byrjar að nota nýja tölvupóstfangið þitt.

 
Was this article helpful? yes / no
Article details
Article ID: 3
Category: Tölvupóstur
Date added: 22-01-2010 16:21:04
Views: 992
Rating (Votes): Article rated 4.3/5.0 (33)

 
« Go back

 
Powered by Help Desk Software HESK - brought to you by Help Desk Software SysAid